Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2020 17:03 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum.
Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48