Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 23:15 Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland. Vísir/Vilhelm Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“ Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“
Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira