Rupert Grint lýsir yfir stuðningi við trans fólk eftir ummæli J.K. Rowling Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 10:21 Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins. Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins.
Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið