Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2020 16:01 Við gatnamót Kaldadals og Uxahryggja ofan Þingvalla. Báðar þær leiðir hafa núna verið opnaðar. Mynd/Stöð 2. Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum. Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum.
Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira