Víkingar sakna Guðmundar: „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 09:30 Guðmundur Andri Tryggvason var Víkingum afar mikilvægur í fyrra. VÍSIR/VILHELM „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33
Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50