Færri atvinnulausir í maí en í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira