Bein útsending: Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Tinni Sveinsson skrifar 16. júní 2020 11:47 Andrew Mellor og Anna Þorvaldsdóttir kynna tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar í beinni útsendingu í hádeginu í dag. Kynnar í útsendingunni eru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og íslenska tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir. Anna hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir tónverk sitt Dreymi. Þess er skemmst að minnast þegar Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa verðlaunin eru Haukur Tómasson árið 2004, Björk Guðmundsdóttir árið 1996, Hafliði Hallgrímsson árið 1986 og Atli Heimir Sveinsson árið 1976. Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt núlifandi tónskáldum og tónlistarmönnum. Í báðum tilvikum eru gerðar miklar kröfur um listræna og faglega færni. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru stofnuð árið 1965. Í upphafi átti að veita þau þriðja hvert ár til tónskálds frá einu norrænu landanna. Frá árinu 1990 hafa þau verið veitt árlega, annað hvert ár til tónskálds og annað hvert ár til tónlistarmanns eða tónlistarhóps. Frá 1997 hafa sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar lagt fram eigin tilnefningar til verðlaunanna. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar í beinni útsendingu í hádeginu í dag. Kynnar í útsendingunni eru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og íslenska tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir. Anna hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir tónverk sitt Dreymi. Þess er skemmst að minnast þegar Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa verðlaunin eru Haukur Tómasson árið 2004, Björk Guðmundsdóttir árið 1996, Hafliði Hallgrímsson árið 1986 og Atli Heimir Sveinsson árið 1976. Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt núlifandi tónskáldum og tónlistarmönnum. Í báðum tilvikum eru gerðar miklar kröfur um listræna og faglega færni. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru stofnuð árið 1965. Í upphafi átti að veita þau þriðja hvert ár til tónskálds frá einu norrænu landanna. Frá árinu 1990 hafa þau verið veitt árlega, annað hvert ár til tónskálds og annað hvert ár til tónlistarmanns eða tónlistarhóps. Frá 1997 hafa sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar lagt fram eigin tilnefningar til verðlaunanna.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira