Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2020 13:06 Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira