Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 13:27 Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun. Vísir/Jói K Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu. Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu.
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira