Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Samgöngur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira