Íslenski fáninn á besta stað á „nýju“ merki heimsleikanna í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2020 08:00 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í crossfit en myndin er af Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram CrossFit samtökin virðast vera loksins að vakna og átta sig betur á stöðunni og mikilvægi þess að þau tali gegn allri mismunun. Þar á bæ lofa menn nú betrumbótum hvað varðar alla mismunun og ætla sér að passa upp á það að það sé tekið á móti öllum í CrossFit samtökunum. Það hefur vissulega tekið sinn tíma að fá viðbrögð frá CrossFit samtökunum sem hafa staðið hljóð í því mikla óveðri sem hefur geysað í CrossFit heiminum síðustu vikur. Í stað þess að tala gegn mismunun og styðja réttindabaráttu svartra á þessum erfiðu tímum þá kom ekkert frá CrossFit samtökunum nema rasíkst tíst frá einvaldinum Greg Glassman. Greg Glassman baðst fyrst afsökunar og sagði svo af sér sem framkvæmdastjóri og gaf næstráðanda sínum stöðuhækkun. Það dugði skammt enda óánægjan mikil. Viðbrögðin voru hörð í CrossFit heiminum, stöðvarnar sögðu skilið við CrossFit samtökin í bílförmum og íþróttafólkið lét yfirvaldið í íþróttinni sinni heyra það. Þar á meðal var Katrín Tanja Davíðsdóttir sem á endanum sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum fyrr en hún sjái alvöru breytingar í fílabeinsturninum hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna. Nú hafa tveir pistlar litið dagsins ljós á miðlum CrossFit samtakanna á frekar stuttum tíma þar má heyra sjá nýja stefnan um að taka vel til innan raða samtakanna. Á þjóðhátíðardegi Íslendinga mátti þannig sjá raunveruleg skilaboð um að samtökin væru opin fyrir öðrum og mun betri vinnubrögðum. View this post on Instagram For the global community, this is a watershed moment, a time to look inward and reflect on where we have been and where we are going. The CrossFit Games will undergo a cultural review to examine diversity and opportunities for inclusion. For us, this starts with: - Commissioning an external analysis and review of diversity and cultural representation. Producing media that represents and creates opportunities for the Black community and underrepresented cultures. Continuing to collect, organize, and circulate feedback internally while consulting with diversity experts. This is the start of a continuing process that will take time to execute well. We recognize it s not enough to say this. CrossFit is working to develop a consistent response rooted in action. Thank you for your patience as we work alongside the community to improve in this area. #CrossFitGames #CrossFit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Jun 17, 2020 at 10:24am PDT CrossFit samtökin settu þá inn myndband á á Instagram síðu heimsleikanna 2020 þar sem mátti sjá breytt merki leikanna þar sem voru þjóðfánar heimsins voru komnir inn á merkið. Ísland hefur skapað sér stórt nafn innan CrossFit íþróttarinnar og íslenski fáninn er líka á mjög áberandi stað fyrir miðju merki heimsleikanna 2020. Það var ekki bara myndbandið sem kom á síðuna heldur einnig loforð um endurskoðun ferla og áætlun um að laga hlutina innan CrossFit samtakanna. „Þetta eru tímamót fyrir CrossFit samfélagið okkar út um allan heim,“ byrjaði pistillinn á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. „Nú er rétti tíminn til að horfa inn á við og velta fyrir sér hvar við höfum verið og hvert við séum að fara. CrossFit heimsleikarnir munu gangast undir menningarlega endurskoðun þar sem öll mismunun verður rannsökuð sérstaklega sem og allir möguleikar til að sjá til þess að það sé tekið á móti -öllum innan okkar raða,“ segir í pistlinum. Þar eru síðan tekin til þrjú lykilatriði í þessari endurskoðun á starfi innan CrossFit samtakanna og CrossFit heimsins. „Setja upp utanaðkomandi mat og greiningu á stöðu mismununar innan okkar raða og hvernig við stöndum okkur sem fulltrúar fyrir alla menningarheima.“ „Framleiða efni sem sýnir og skapar tækifæri fyrir samfélag svartra og annarra minnihlutahópa.“ „Halda áfram að safna saman, skipuleggja og dreifa ábendingum um betrumbætur innanhúss og leita ráðgjafar hjá sérfræðingum í mismunun.“ Í færslunni kemur síðan fram að þetta sé upphafið að ferli sem mun taka sinn tíma að klára. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki nóg að segja þetta. CrossFit er að vinna í því að þróa stöðug viðbrögð þar sem verkin verða látin tala. Takk fyrir alla þolinmæðina á meðan við vinnum að því að vinna með samfélaginu í að bæta okkur á þessum sviðum,“ sagði að lokum í þessum athyglisverða pistli. Það var þó eitt sem breyttist ekki að það var ekki gefin möguleiki á að skrifa sínar athugasemdir við pistilinn. Það hefur verið þannig allan tímann og CrossFit samtökin „þora“ ekki enn að heyra skoðanir fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum samtakanna. Hvort þetta dugir til að breyta afstöðu íþróttafólksins, sem ætlaði ekki að mæta á heimsleikanna nema að það kæmu alvöru breytingar, verður að koma í ljós. Þetta er í það minnsta skref í rétta átt. CrossFit Íslenski fáninn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
CrossFit samtökin virðast vera loksins að vakna og átta sig betur á stöðunni og mikilvægi þess að þau tali gegn allri mismunun. Þar á bæ lofa menn nú betrumbótum hvað varðar alla mismunun og ætla sér að passa upp á það að það sé tekið á móti öllum í CrossFit samtökunum. Það hefur vissulega tekið sinn tíma að fá viðbrögð frá CrossFit samtökunum sem hafa staðið hljóð í því mikla óveðri sem hefur geysað í CrossFit heiminum síðustu vikur. Í stað þess að tala gegn mismunun og styðja réttindabaráttu svartra á þessum erfiðu tímum þá kom ekkert frá CrossFit samtökunum nema rasíkst tíst frá einvaldinum Greg Glassman. Greg Glassman baðst fyrst afsökunar og sagði svo af sér sem framkvæmdastjóri og gaf næstráðanda sínum stöðuhækkun. Það dugði skammt enda óánægjan mikil. Viðbrögðin voru hörð í CrossFit heiminum, stöðvarnar sögðu skilið við CrossFit samtökin í bílförmum og íþróttafólkið lét yfirvaldið í íþróttinni sinni heyra það. Þar á meðal var Katrín Tanja Davíðsdóttir sem á endanum sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum fyrr en hún sjái alvöru breytingar í fílabeinsturninum hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna. Nú hafa tveir pistlar litið dagsins ljós á miðlum CrossFit samtakanna á frekar stuttum tíma þar má heyra sjá nýja stefnan um að taka vel til innan raða samtakanna. Á þjóðhátíðardegi Íslendinga mátti þannig sjá raunveruleg skilaboð um að samtökin væru opin fyrir öðrum og mun betri vinnubrögðum. View this post on Instagram For the global community, this is a watershed moment, a time to look inward and reflect on where we have been and where we are going. The CrossFit Games will undergo a cultural review to examine diversity and opportunities for inclusion. For us, this starts with: - Commissioning an external analysis and review of diversity and cultural representation. Producing media that represents and creates opportunities for the Black community and underrepresented cultures. Continuing to collect, organize, and circulate feedback internally while consulting with diversity experts. This is the start of a continuing process that will take time to execute well. We recognize it s not enough to say this. CrossFit is working to develop a consistent response rooted in action. Thank you for your patience as we work alongside the community to improve in this area. #CrossFitGames #CrossFit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Jun 17, 2020 at 10:24am PDT CrossFit samtökin settu þá inn myndband á á Instagram síðu heimsleikanna 2020 þar sem mátti sjá breytt merki leikanna þar sem voru þjóðfánar heimsins voru komnir inn á merkið. Ísland hefur skapað sér stórt nafn innan CrossFit íþróttarinnar og íslenski fáninn er líka á mjög áberandi stað fyrir miðju merki heimsleikanna 2020. Það var ekki bara myndbandið sem kom á síðuna heldur einnig loforð um endurskoðun ferla og áætlun um að laga hlutina innan CrossFit samtakanna. „Þetta eru tímamót fyrir CrossFit samfélagið okkar út um allan heim,“ byrjaði pistillinn á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. „Nú er rétti tíminn til að horfa inn á við og velta fyrir sér hvar við höfum verið og hvert við séum að fara. CrossFit heimsleikarnir munu gangast undir menningarlega endurskoðun þar sem öll mismunun verður rannsökuð sérstaklega sem og allir möguleikar til að sjá til þess að það sé tekið á móti -öllum innan okkar raða,“ segir í pistlinum. Þar eru síðan tekin til þrjú lykilatriði í þessari endurskoðun á starfi innan CrossFit samtakanna og CrossFit heimsins. „Setja upp utanaðkomandi mat og greiningu á stöðu mismununar innan okkar raða og hvernig við stöndum okkur sem fulltrúar fyrir alla menningarheima.“ „Framleiða efni sem sýnir og skapar tækifæri fyrir samfélag svartra og annarra minnihlutahópa.“ „Halda áfram að safna saman, skipuleggja og dreifa ábendingum um betrumbætur innanhúss og leita ráðgjafar hjá sérfræðingum í mismunun.“ Í færslunni kemur síðan fram að þetta sé upphafið að ferli sem mun taka sinn tíma að klára. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki nóg að segja þetta. CrossFit er að vinna í því að þróa stöðug viðbrögð þar sem verkin verða látin tala. Takk fyrir alla þolinmæðina á meðan við vinnum að því að vinna með samfélaginu í að bæta okkur á þessum sviðum,“ sagði að lokum í þessum athyglisverða pistli. Það var þó eitt sem breyttist ekki að það var ekki gefin möguleiki á að skrifa sínar athugasemdir við pistilinn. Það hefur verið þannig allan tímann og CrossFit samtökin „þora“ ekki enn að heyra skoðanir fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum samtakanna. Hvort þetta dugir til að breyta afstöðu íþróttafólksins, sem ætlaði ekki að mæta á heimsleikanna nema að það kæmu alvöru breytingar, verður að koma í ljós. Þetta er í það minnsta skref í rétta átt.
CrossFit Íslenski fáninn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira