Maður sem sendi nektarmyndir af fyrrverandi í 60 daga fangelsi Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 17:44 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands. Vísir/Vilhelm Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira