Halda áfram á PGA þrátt fyrir smit – Óróleiki í ráshópnum Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 08:00 Nick Watney lék fyrsta hringinn á RBC Heritage mótinu en varð svo að hætta. VÍSIR/GETTY Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira