Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 20:51 Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stöð 2 Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Alþingi Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira