Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:38 Steingrímur taldi upp tölfræði um ræðuhöld Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“ Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira