Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 12:56 Hanna Katrín Friðriksson kveðst bjartsýnni í dag en í gær um að það fari að losna úr þeim hnút sem uppi hafi verið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti sína síðustu ræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára á Alþingi í dag. Vísir Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira