Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 15:27 Fjórtán af fimmtán nýjum aðgerðum má sjá hér á glærunni. Undir handlegg Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra vantar fimmtánda markmiðið; Kortlagning á ástandi lands. Vísir/Vilhelm Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira