Senda sýnatökuteymi fyrir Norrænu til Danmerkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:42 Norræna við höfn í Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45
Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42