Má búast við hellidembum, hagli og eldingum Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 06:57 Reikna má með bleytu sunnantil. Veðurstofan Loftið á landinu verður óstöðugt þegar lægð sunnan úr höfum gengur á land og því má búast við hellidembum og er möguleiki á því að skúraklakkarnir verði nægilega háreistir til að valda hagli og eldingum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Er spáð hita víða á bilinu 11 til 17 stig yfir daginn. „Skammt suður af landinu er 994 mb lægð sem þokast norður og grynnist heldur. Suðaustan 8-13 í fyrstu austantil á landinu, en heldur hægari austlæg átt annarsstaðar. Víða skúrir, en rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Eftir hádegi verður lægðin komin upp á land og því breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s.“ Í kvöld verður lægðin svo komin norður fyrir land og snýst í suðvestanátt og styttir upp. Er spáð fremur hægri suðlægri átt á morgun og svipaður hiti yfir daginn. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum inn til landsins. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á skúrum síðdegis í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. Á föstudag: Austan 3-8, skýjað með köflum og úrkomulítið, en skúrir á norðvestanverðu landinu. Austan 8-13 um kvöldið, og fer að rigna austast á landinu. Hiti 10 til 16 stig. Á laugardag: Norðaustanátt, 10-18 m/s, en hægari norðaustantil. Dálítil rigning af og til og hiti 8 til 13 stig, en þurrt sunnan- og vestanlands og hiti að 18 stigum. Á sunnudag: Austan og norðaustan 10-18 m/s. Rigning í flestum landshlutum, jafnvel talsverð rigning suðaustanlands. Hiti frá 8 stigum austast á landinu, en allt að 20 stig á Suðvesturlandi. Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt. Rigning um norðaustanvert landið, annars úrkomulítið og bjartviðri suðvestantil. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á þriðjudag: Norðaustanátt og skýjað um austantil á landinu, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Sjá meira
Loftið á landinu verður óstöðugt þegar lægð sunnan úr höfum gengur á land og því má búast við hellidembum og er möguleiki á því að skúraklakkarnir verði nægilega háreistir til að valda hagli og eldingum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Er spáð hita víða á bilinu 11 til 17 stig yfir daginn. „Skammt suður af landinu er 994 mb lægð sem þokast norður og grynnist heldur. Suðaustan 8-13 í fyrstu austantil á landinu, en heldur hægari austlæg átt annarsstaðar. Víða skúrir, en rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Eftir hádegi verður lægðin komin upp á land og því breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s.“ Í kvöld verður lægðin svo komin norður fyrir land og snýst í suðvestanátt og styttir upp. Er spáð fremur hægri suðlægri átt á morgun og svipaður hiti yfir daginn. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum inn til landsins. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á skúrum síðdegis í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. Á föstudag: Austan 3-8, skýjað með köflum og úrkomulítið, en skúrir á norðvestanverðu landinu. Austan 8-13 um kvöldið, og fer að rigna austast á landinu. Hiti 10 til 16 stig. Á laugardag: Norðaustanátt, 10-18 m/s, en hægari norðaustantil. Dálítil rigning af og til og hiti 8 til 13 stig, en þurrt sunnan- og vestanlands og hiti að 18 stigum. Á sunnudag: Austan og norðaustan 10-18 m/s. Rigning í flestum landshlutum, jafnvel talsverð rigning suðaustanlands. Hiti frá 8 stigum austast á landinu, en allt að 20 stig á Suðvesturlandi. Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt. Rigning um norðaustanvert landið, annars úrkomulítið og bjartviðri suðvestantil. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á þriðjudag: Norðaustanátt og skýjað um austantil á landinu, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Sjá meira