Castillion kemur ekki: „Skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 10:10 Geoffrey Castillion var duglegur við að skora mörk fyrir Fylki. vísir/daníel Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30