Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 09:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira