„Risastórt fyrir stéttina“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 12:15 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/vilhelm Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32
Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32