Til hvers í pólitík? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. júní 2020 14:30 Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun