Til hvers í pólitík? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. júní 2020 14:30 Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun