Hafa náð samkomulagi við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:02 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“ Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“
Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira