Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 01:33 Guðni Th. Jóhannesson var ánægður með niðurstöðurnar í kvöld, þótt lokatölur liggi ekki fyrir. Vísir/Bjarni „Mér líður eins og gefur að skilja mjög vel. Fullur þakklæti, fullur auðmýktar, fullur tilhlökkunar, og lít á þessa niðurstöðu, að sjálfsögðu, sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.“ Þetta var svar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þegar hann var spurður hvernig honum liði í ljósi nýjustu talna í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Þegar yfir 60 þúsund atkvæði hafa verið talin er Guðni með um 90% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans í kosningunum, er þannig með um 10% atkvæða, eins og sakir standa. Það er því nokkuð ljóst að Guðni hefur verið endurkjörinn í embætti forseta Íslands og kemur til með að gegna því næstu fjögur árin. Guðni tók við embættinu árið 2016. „Fjögur ár eru liðin og nú taka önnur fjögur ár við. Ég hlakka til, veit að ýmiskonar áskoranir mæta manni. Sumar óvæntar og ófyrirséðar, en vonandi mun okkur hér á Íslandi auðnast að bæta áfram okkar samfélag. Taka mótbyr með því að standa saman, njóta þess að vera í meðbyr og fagna því þegar sumum gengur vel, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, finna það sem sameinar okkur og efla það, frekar en það sem sundrar okkur,“ sagði Guðni. Hann sagði vera miklu meira sem sameinaði íslensku þjóðina heldur en sundrar henni. Eitt af því eigi að vera embættið sem hann hefur nú verið endurkjörinn í, embætti forseta Íslands. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart Guðni var spurður hvort hann hefði búist við því að kosningarnar færu á annan hátt, eða hvort hann hafi verið viðbúin sigri, líkum þeim sem stefnir í að hann vinni. Sagðist hann hafa notið stuðnings, velvildar og hlýhugar í embætti, allt frá því hann vann kosningarnar 2016. „Þess vegna kom það mér ekki á óvart að ég skyldi njóta mikils fylgis í aðdraganda þessara forsetakosninga. Niðurstöðurnar núna, þótt lokatölur liggi ekki fyrir, eru mjög í samræmi við vísindalega unnar skoðanakannanir, þótt vissulega séu þær þvert á skjön við ýmsar aðrar vísbendingar í aðdraganda forsetakosninganna,“ sagði Guðni. Aðspurður hvort um það bil tíu prósenta fylgi Guðmundar Franklíns kæmi honum á óvart, var Guðni með svar á reiðum höndum. „Nei, ekki þegar ég er með 90 prósent,“ sagði Guðni. Hann sagðist þá hafa átt von á því að hann hlyti stuðnings eins og skoðanir gæfu til kynna, og nefndi þar fylgi á bilinu 80 til 90 prósent. Fær harðan skráp af því að gegna embætti Guðni var spurður hvort eitthvað í kosningabaráttunni hafi komið honum á óvart, og þá sérstaklega hvort honum hafi sárnað eitthvað sérstaklega í baráttunni. „Maður fær, mér liggur við að segja ,því miður,‘ harðan skráp af því að gegna opinberu embætti á Íslandi, en um leið er það lýðræðislegur og sjálfsagður réttur borgara í samfélagi að segja skoðun sína. Ég myndi kjósa að fólk léti þá skoðun í ljós af einurð og festu, en ekki með fúkyrðaflaumi. Vonandi lærist okkur það. Ég hef trú á yngri kynslóðinni í þeim efnum, fólki sem er kannski vant því að tjá hug sinn á samfélagsmiðlum og áttar sig á því að þar ber mönnum líka að sýna kurteisi þó þeir geti sagt sína skoðun umbúðalaust,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði þá óráðið hvort hann myndi bjóða sig aftur fram árið 2024, að öðru kjörtímabili sínu loknu. „Ég stefni að því sem fyrr að mæta hverjum degi með það í huga að rækja minn starfa eins vel og ég get, og hvort ég býð mig fram og hvort kjósendur veita mér brautargengi eftir fjögur ár, verður bara að koma í ljós.“ Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Mér líður eins og gefur að skilja mjög vel. Fullur þakklæti, fullur auðmýktar, fullur tilhlökkunar, og lít á þessa niðurstöðu, að sjálfsögðu, sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.“ Þetta var svar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þegar hann var spurður hvernig honum liði í ljósi nýjustu talna í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Þegar yfir 60 þúsund atkvæði hafa verið talin er Guðni með um 90% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans í kosningunum, er þannig með um 10% atkvæða, eins og sakir standa. Það er því nokkuð ljóst að Guðni hefur verið endurkjörinn í embætti forseta Íslands og kemur til með að gegna því næstu fjögur árin. Guðni tók við embættinu árið 2016. „Fjögur ár eru liðin og nú taka önnur fjögur ár við. Ég hlakka til, veit að ýmiskonar áskoranir mæta manni. Sumar óvæntar og ófyrirséðar, en vonandi mun okkur hér á Íslandi auðnast að bæta áfram okkar samfélag. Taka mótbyr með því að standa saman, njóta þess að vera í meðbyr og fagna því þegar sumum gengur vel, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, finna það sem sameinar okkur og efla það, frekar en það sem sundrar okkur,“ sagði Guðni. Hann sagði vera miklu meira sem sameinaði íslensku þjóðina heldur en sundrar henni. Eitt af því eigi að vera embættið sem hann hefur nú verið endurkjörinn í, embætti forseta Íslands. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart Guðni var spurður hvort hann hefði búist við því að kosningarnar færu á annan hátt, eða hvort hann hafi verið viðbúin sigri, líkum þeim sem stefnir í að hann vinni. Sagðist hann hafa notið stuðnings, velvildar og hlýhugar í embætti, allt frá því hann vann kosningarnar 2016. „Þess vegna kom það mér ekki á óvart að ég skyldi njóta mikils fylgis í aðdraganda þessara forsetakosninga. Niðurstöðurnar núna, þótt lokatölur liggi ekki fyrir, eru mjög í samræmi við vísindalega unnar skoðanakannanir, þótt vissulega séu þær þvert á skjön við ýmsar aðrar vísbendingar í aðdraganda forsetakosninganna,“ sagði Guðni. Aðspurður hvort um það bil tíu prósenta fylgi Guðmundar Franklíns kæmi honum á óvart, var Guðni með svar á reiðum höndum. „Nei, ekki þegar ég er með 90 prósent,“ sagði Guðni. Hann sagðist þá hafa átt von á því að hann hlyti stuðnings eins og skoðanir gæfu til kynna, og nefndi þar fylgi á bilinu 80 til 90 prósent. Fær harðan skráp af því að gegna embætti Guðni var spurður hvort eitthvað í kosningabaráttunni hafi komið honum á óvart, og þá sérstaklega hvort honum hafi sárnað eitthvað sérstaklega í baráttunni. „Maður fær, mér liggur við að segja ,því miður,‘ harðan skráp af því að gegna opinberu embætti á Íslandi, en um leið er það lýðræðislegur og sjálfsagður réttur borgara í samfélagi að segja skoðun sína. Ég myndi kjósa að fólk léti þá skoðun í ljós af einurð og festu, en ekki með fúkyrðaflaumi. Vonandi lærist okkur það. Ég hef trú á yngri kynslóðinni í þeim efnum, fólki sem er kannski vant því að tjá hug sinn á samfélagsmiðlum og áttar sig á því að þar ber mönnum líka að sýna kurteisi þó þeir geti sagt sína skoðun umbúðalaust,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði þá óráðið hvort hann myndi bjóða sig aftur fram árið 2024, að öðru kjörtímabili sínu loknu. „Ég stefni að því sem fyrr að mæta hverjum degi með það í huga að rækja minn starfa eins vel og ég get, og hvort ég býð mig fram og hvort kjósendur veita mér brautargengi eftir fjögur ár, verður bara að koma í ljós.“
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira