Íslenskur spurningaleikur í fyrsta sæti App Store í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:37 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórssin og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira