Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 19:48 Andrzej Duda er sitjandi forseti Póllands. Hann er efstur í forsetakjöri þar í landi, ef marka má útgönguspár. Petr David Josek/AP Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Pólland Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð.
Pólland Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira