Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 14:20 Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm. „Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira