Gefur lítið fyrir ummæli Ólafs um malbikun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31