Síbrotakona þóttist vera systir sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:37 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Gunnarsson Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð. Dómsmál Samgöngur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð.
Dómsmál Samgöngur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira