Bein útsending: Fjármálastöðugleiki kynntur Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 09:17 Myndin sýnir fjármálastöðugleikanefnd. seðlabanki íslands Seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri og framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans ræða innihald ritsins Fjármálastöðugleiki á fundi í Seðlabankanum í dag. Fundurinn hefst klukkan 10 og má nálgast vefútsendingu bankans hér að neðan. Auk þess að kynna efni ritsins verður yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar jafnframt til umfjöllunar á fundinum. Yfirlýsingin var gefin út í morgun og má lesa í heild hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að áfram sé gert ráð fyrir 8 prósent samdrætti á landsframleiðslu. Fjármálastöðugleikanefndin hvetur jafnframt til þess að endurskipulagning útlána verði hraðað, auk þess sem hún áréttar að greiðsluhlé muni ekki eitt og sér bjarga verst stöddu lántakendunum. Vefútsendingu Seðlabankans má sjá hér að neðan og fyrrnefnda yfirlýsingu undir útsendingunni. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 1. júlí 2020 Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár. Aðgerðir Seðlabanka Íslands og stjórnvalda vegna COVID-19-farsóttarinnar hafa aukið svigrúm fjármálafyrirtækja til að styðja við heimili og fyrirtæki á þessum krefjandi tímum. Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Þó að óvissa ríki um raunvirði útlánasafns fjármálafyrirtækja við núverandi aðstæður bendir sviðsmyndagreining Seðlabankans til þess að eiginfjárstaða þeirra standist álagið vel. Mikilvægt er að hraða endurskipulagningu útlána eins og kostur er. Greiðsluhlé ein og sér munu þó ekki leysa vanda þeirra lántakenda sem verst eru staddir. Fjármálastöðugleikanefnd skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki. Í samræmi við yfirlýsingu nefndarinnar frá 18. mars sl. hefur nefndin ákveðið að halda aukanum óbreyttum næstu 9 mánuði. Hætta er á að slakara aðhald stjórntækja Seðlabankans geti hækkað eignaverð og aukið líkur á að kerfisáhætta myndist í efnahagslífinu í heild eða í afmörkuðum geirum. Nefndin ítrekar að hún er reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika í kjölfar COVID-19-faraldursins. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri og framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans ræða innihald ritsins Fjármálastöðugleiki á fundi í Seðlabankanum í dag. Fundurinn hefst klukkan 10 og má nálgast vefútsendingu bankans hér að neðan. Auk þess að kynna efni ritsins verður yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar jafnframt til umfjöllunar á fundinum. Yfirlýsingin var gefin út í morgun og má lesa í heild hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að áfram sé gert ráð fyrir 8 prósent samdrætti á landsframleiðslu. Fjármálastöðugleikanefndin hvetur jafnframt til þess að endurskipulagning útlána verði hraðað, auk þess sem hún áréttar að greiðsluhlé muni ekki eitt og sér bjarga verst stöddu lántakendunum. Vefútsendingu Seðlabankans má sjá hér að neðan og fyrrnefnda yfirlýsingu undir útsendingunni. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 1. júlí 2020 Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár. Aðgerðir Seðlabanka Íslands og stjórnvalda vegna COVID-19-farsóttarinnar hafa aukið svigrúm fjármálafyrirtækja til að styðja við heimili og fyrirtæki á þessum krefjandi tímum. Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Þó að óvissa ríki um raunvirði útlánasafns fjármálafyrirtækja við núverandi aðstæður bendir sviðsmyndagreining Seðlabankans til þess að eiginfjárstaða þeirra standist álagið vel. Mikilvægt er að hraða endurskipulagningu útlána eins og kostur er. Greiðsluhlé ein og sér munu þó ekki leysa vanda þeirra lántakenda sem verst eru staddir. Fjármálastöðugleikanefnd skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki. Í samræmi við yfirlýsingu nefndarinnar frá 18. mars sl. hefur nefndin ákveðið að halda aukanum óbreyttum næstu 9 mánuði. Hætta er á að slakara aðhald stjórntækja Seðlabankans geti hækkað eignaverð og aukið líkur á að kerfisáhætta myndist í efnahagslífinu í heild eða í afmörkuðum geirum. Nefndin ítrekar að hún er reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika í kjölfar COVID-19-faraldursins.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira