Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Ríkislögreglustjóri, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra vígðu stafrænu ökuskírteinin á blaðamannafundi í morgun. ELÍSABET INGA Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands. Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands.
Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06
Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25