Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:25 David Clark, fyrir miðju, tilkynnti um afsögn sína í nótt. Ap/Mark Mitchell Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira