Myndarbragur meirihlutans í Garðabæ þegar framtíðarsýnina vantar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. júlí 2020 07:30 Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun