Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:03 Kolateikning eftir Picasso frá árinu 1931 verður á uppboði í lok júlímánaðar. Sotheby's London Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977. Myndlist Menning Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977.
Myndlist Menning Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira