Meistaramót Íslands fært til Akureyrar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 16:00 Hilmar Örn Jónsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttafólk ársins 2019. Vísir/FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira