Nátengd konunni sem kom frá Albaníu og voru þegar í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 19:20 Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13