Drukknir, dólgslegir og dottandi í verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 06:02 Tveir ölvaðir ólátabelgir fengu að verja nóttinni í fangaklefa eftir að hafa raskað svefnfriði Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi. Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi.
Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira