Biðjast loksins forláts eftir erfiða bið vegna Covid-19 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:30 VHS á ferð og flugi Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst. Uppistand Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst.
Uppistand Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira