Óttast að missa vinnuna leiti þau réttar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 12:12 Ferðamenn á Þingvöllum en út er komin skýrsla um stöðu útlenskra starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira