Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 12:48 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta. Vísir/Egill Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“ Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“
Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00
Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40