Pútín segir Rússa hafa greitt atkvæði „með hjartanu“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:59 Með stjórnarskrárbreytingunum gæti Pútín setið sem forseti til 2036. Hann hefði þá verið við völd í hátt í fjörutíu ár. Vísir/EPA Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013. Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013.
Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30