„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2020 21:00 Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna ácovid-göngudeild. Vísir/Sigurjón Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira