Erlent

Gekk vopnaður í kringum heimili Trudeau-fjölskyldunnar í þrettán mínútur

Andri Eysteinsson skrifar
Trudeau og fjölskylda búa á tímabundið á svæðinu sem er einnig híbýli ríkisstjórans Julie Payette.
Trudeau og fjölskylda búa á tímabundið á svæðinu sem er einnig híbýli ríkisstjórans Julie Payette. Getty/Mark Horton

Kanadíska lögreglan segir að vopnaður maður sem braust inn um hliðið sem liggur að heimili kanadíska forsætisráðherrans hafi valsað vopnaður um svæðið í þrettán mínútur áður en að lögregla kom augum á hann.

Kanadískir miðlar hafa nafngreint manninn og segja að um varaliðs-hermanninn Corey Hurren sé að ræða. Hurren er sagður hafa keyrt svartan pallbíl í gegnum hliðið snemma morguns og sést á öryggismyndavélum að hann hafi verið vopnaður skammbyssu. Guardian greinir frá.

Hurren á að hafa gengið í átt að rósagarði áður en lögregla stöðvaði för hans við gróðurhús á svæðinu við Rideau Hall sem er í dag bústaður forsætisráðherra Kanada og ríkisstjóra landsins en hvorki Justin Trudeau né Julie Payette ríkisstjóri voru á staðnum þegar Hurren bar að garði í morgun.

„Hvorki forsætisráðherrann né ríkisstjórinn voru í nokkurri hættu,“ sagði lögreglustjórinn Mike Duheme sem sagði Hurren hafa haft nokkur vopn meðferðis.

Forsætisráðherrann og fjölskylda hans hafa búið í Rideau Hall á meðan unnið er að viðgerðum á opinberu heimili forsætisráðherra við 24 Sussex Drive.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×