Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 17:39 Frá borginni Lugo í Galisíu þar sem nýjum smitum hefur fjölgað undanfarið. Tímabundnu útgöngubanni hefur verið komið á vegna þess. Vísir/Getty Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær. Aðeins þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu fá að yfirgefa A Marina-hérað frá miðnætti í kvöld fram á föstudag. Samkomur fleiri en tíu manns verða bannaðar og skylda verður að ganga með grímur utandyra. Heilbrigðisyfirvöld rekja hópsýkingu á svæðinu til öldurhúsa og verður þeim og veitingastöðum nú aðeins leyft að taka við helmingi þeirra viðskiptavina sem þeir hafa almennt leyfi til að hýsa. Alls hafa 258 greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Galisíu, þar af 117 í og við Lugo-héraði þar sem A Marina er, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og í Segria-sýslu í Katalóníu þar sem aftur hefur verið gripið til takmarkana vegna faraldursins eftir fjölgun smita verður íbúum A Marina leyft að ferðast óhindrað innan sóttvarnasvæðisins. Böndum hefur að mestu verið komið á faraldurinn á Spáni sem hefur lent einna verst úti til þessa. Fleiri en 250.000 manns hafa greinst smitaðir og rúmlega 28.000 manns látið lífið. Byrjað er að slaka á hömlum sem komið var á vegna veirunnar, þar á meðal opna landamæri Spánar fyrir íbúum annarra Evrópuríkja. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu. 4. júlí 2020 17:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær. Aðeins þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu fá að yfirgefa A Marina-hérað frá miðnætti í kvöld fram á föstudag. Samkomur fleiri en tíu manns verða bannaðar og skylda verður að ganga með grímur utandyra. Heilbrigðisyfirvöld rekja hópsýkingu á svæðinu til öldurhúsa og verður þeim og veitingastöðum nú aðeins leyft að taka við helmingi þeirra viðskiptavina sem þeir hafa almennt leyfi til að hýsa. Alls hafa 258 greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Galisíu, þar af 117 í og við Lugo-héraði þar sem A Marina er, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og í Segria-sýslu í Katalóníu þar sem aftur hefur verið gripið til takmarkana vegna faraldursins eftir fjölgun smita verður íbúum A Marina leyft að ferðast óhindrað innan sóttvarnasvæðisins. Böndum hefur að mestu verið komið á faraldurinn á Spáni sem hefur lent einna verst úti til þessa. Fleiri en 250.000 manns hafa greinst smitaðir og rúmlega 28.000 manns látið lífið. Byrjað er að slaka á hömlum sem komið var á vegna veirunnar, þar á meðal opna landamæri Spánar fyrir íbúum annarra Evrópuríkja.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu. 4. júlí 2020 17:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu. 4. júlí 2020 17:36