Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingum Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28