Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 13:51 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira