Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 13:36 Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“ Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32