Vondaufur um að fundahöld skili nokkru Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. júlí 2020 16:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36