Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 20:00 Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00
Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent